Blessuð blíðan

/ júlí 19, 2006

{mosimage}

Það voru bjartsýnir kappar á sjö skútum sem öttu kappi í gærkvöldi. Vindur var um 3-5 m/s í upphafi keppni en eins og svo oft áður var allur vindur úr golunni þegar bátar náðu fyrstu bauju…

Brautin, sem var í boði áhafnarinnar á Aríu, var pulsa. Start við Engeyjarrif, siglt fyrir Akureyjarrifsbauju á bakborða, gegnum startlínuna, niður að bankabaujunni, einnig á bakborða og svo yfir endamark sem var það sama og startlínan.

Margir létu sér nægja að sigla meðan vindur var og felldu segl þegar vindur var nánast enginn, enda varla nokkur glóra að tóra. Þó var ein áhöfn sem skar sig úr, þolinmóðasta og þrjóskasta áhöfn flotans, áhöfnin á Dögun. Hún trúir því einlægt að á eftir logni komi gola. Og viti menn, þegar Dögun var við bankabaujuna og loggurinn var farinn að sýna 0.0, kom smá hviða sem fleytti henni í mark á 4 hnúta hraða. En það var bara rétt svo, því svo datt á dúnalogn eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Það var því stærsta skútan og minnsta skútan sem kláruðu brautina.


Enn er stigakerfið að stríða okkur og vill ómögulega skila okkur sannfærandi stöðu. Verið er að vinna í málinu og biðjumst við velvirðingar á þessum töfum.

Share this Post