Brakandi þriðjudagur

/ júlí 11, 2012

Það er ekkert lát á blíðunni og skv. heimildum er þetta sumar það þurrasta (besta, fyrir suma) síðan snemma á síðustu öld, löngu áður en siglingaklúbbar voru stofnaðir á Íslandi. Fimm áhafnir nýttu sér þennan besta þriðjudagi í næstum heila öld og sigldu seglum þöndum í vel stífum vindi, 10–14 m/s. Það bar helst til tíðinda að óhapp varð þegar Dögun og Ögrun kúventu við Engeyjarrifsbauju. Ráksut bátarnir saman svo smá tjón hlaust af, brotin stytta og rispað gelcoat, ekkert sem ekki er hægt að laga. Úrslitin fylgja hér en myndir eru væntanlegar innan skamms.


 

Share this Post