Brokeyingum boðið um borð

/ apríl 1, 2008

Nú næstu daga mun Al Gore gista um borð í fyrrum lúxussnekkju Saddam Hussein. Vegna þess hversu erfitt er að komast að Ingólfsgarði og þar með auðvelt að tryggja öryggi þeirra sem þar eru. Hafa lífverðir kosið að leggja snekkjunni við Ingólfsgarðinn, rétt við siglingaklúbbinn okkar.
Stjórn Brokeyjar samþykkti þetta með því skilyrði að félagsmönnum yrði boðið um borð til að skoða gripinn. Félagsmönnum í Brokey er hér með boðið um borð við Ingólfsgarðinn kl. 18:00. Boð þetta gildir…


eingöngu fyrir fullgilda skráða félaga í Brokey Siglingafélagi Reykjavíkur. Ekki er heimilt að hafa með sér gesti. Siglingamönnum sem stjórnarmenn þekkja í sjón verður þó hleypt akandi og gangandi út á garðinn á sama tíma til að skoða skipið að utan.
Snekkjan á sundunum
Af þessum orsökum verður Ingólfsgarður lokaður fyrir almenningi fram yfir helgi.

Af öryggisástæðum verður slökkt á vefmyndavélinni yfir helgina.

Share this Post