Bryggjan er ekki traust

/ mars 6, 2009

ImageFram fór dálítil skoðun á trébryggjunni nýlega. Þetta er sá hluti bryggjunnar sem er nærst stálþilinu við tónlistarhúsið og ekið er yfir strax þegar komið er út á bryggjuna. Niðurstaðan er sú að bryggjan sé ekki traust. Tréstaurarnir sem bryggjan stendur á eru sumir farnir í sundur og algerlega óvíst hversu traust bryggjan sé í raun. Við lýsum því hér með formlega yfir að þeir sem aka út á bryggjuna gera það á eigin ábyrgð.
Gengið verður í það verkefni eins fljótt og hægt er að fá þennan hluta fylltan upp með grjóti í stað trébryggjunnar.

Share this Post