Bullandi barátta

/ ágúst 12, 2011

Enn harðnar baráttan á Íslandsmótinu. Eftir nokkra erfiðleika náðist að sigla eina umferð, stutta umferð. Breytilegur vindur og þónokkur alda. Þær áhafnir sem best sigldu voru Lilja og Þerna. Á eftir þeim komu Dögun og Aquarius. Ögrun náði sér ekki á strik þó þeir hafi átt mjög góða spretti á mótinu. 

Staðan eftir þrjár umferðir er sú að Dögun er með 6 stig, Aquarius 7 stig og Lilja 8 og gerir þar með harða atlögu um Íslandsmeistaratitilinn. Þerna og Ögrun eru með 13 stig, Ísmolinn 16 og Ásdís er með 21 stig.

Í dag, laugardag verða sigldar síðustu umferðirnar. Bullandi spenna og ómögulegt að segja til um úrslit. Spáð er frískum norðanvindi.

Share this Post