Cammas inn á Indlandshaf

/ febrúar 15, 2010

Franski siglingakappinn Franck Cammas sigldi ásamt liði sínu á 105 feta þríbytnunni Groupama 3 fyrir Agulhashöfða og inn á Indlandshaf rétt fyrir sex í morgun eftir fjórtán daga og fimmtán klukkustunda siglingu. Hann er enn nokkrum tímum á eftir viðmiðunartíma Bruno Peyron sem er núverandi handhafi Jules Verne-verðlaunanna. Hann fór hringinn 2004-2005 á 50d 16t 20m 4s á tvíbytnunni Orange II. Cammas er búinn með tæpan þriðjung af leiðinni og þarf að herða sig ef hann ætlar að ná betri tíma en Peyron.


Þess má geta að Groupama-liðið voru ráðgjafar við hönnun vinningsskútunnar í Ameríkubikarnum, USA-17.

Hægt er að fylgjast með siglingunni á vef Groupama-liðsins.

Share this Post