Category Archives: Fréttir

Kranadagur er 12. okt

Kranadagur er 12. okt

Kranadagur í Gufunesi er áætlaður 12. okt (kl. 15:00) og til vara er 13. okt.

Lokabrok 2019

Lokabrok 2019

Frábæru siglingasumri er að ljúka og af því tilefni ætlum við að góða kvöldstund saman í Nauthólsvík. Allir velkomnir og við hvetjum siglingafólk að taka með sér gesti. Boðið verður upp á gómsætan mat ásamt fljótandi veitingum á vægu verði. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20.00 Verðlaun verða veitt fyrir MBL mótaröðina, ræðuhöld, Dóri DNA og fl.

Read More

Lokakaffi sumarsins er í Nauthólsvík

Lokakaffi sumarsins er í Nauthólsvík

14. september verður haldið lokakaffi sumarsins í Nauthólsvík kl. 15:00. Hittumst og fögnum góðu sumri. Fyrr um daginn verður Bart’s Bash haldið og að því loknu verður opið hús og boðið upp á kökur, kaffi og með því. Það væri gaman að sjá sem flesta sem hafa verið með í sumar! Það kostar ekkert að mæta en endilega skráið ykkur

Read More

Dögun sigraði lokamót kjölbáta

Dögun sigraði lokamót kjölbáta

Lokamót kjölbáta var í dag í frekar rólegum vindi en sem betur fer bætti aðeins í þegar leið á. Dögun var í fyrsta sæti, Besta í öðru og Sigurborg í því þriðja. Eitthvað hefur kampavínið og sigurvíman farið illa í áhöfnina á Dögun því þeir tóku niður fyrir utan dælustöðina í Skerjafirði á leiðinni til baka og því spurning hvort

Read More

Lokamót kjölbáta 2019

Lokamót kjölbáta 2019

Lokamót kjölbáta 2019 verður haldið 31. ágúst. Að venju er það Siglingafélagið Ýmir í Kópavogi sem sér um framkvæmd mótsins. Skráningarfrestur er til kl. 21:00 fimmtudaginn 29. ágúst. Sjá NOR hér: http://brokey.is/wp-content/uploads/2019/08/Lokamót-kjölbáta-31.-ágúst-2019-Ýmir.pdf

Afrekssjóður – Úthlutanir

Afrekssjóður – Úthlutanir

Á stjórnarfundi þann 8. ágúst 2019 var ákveðið að veita í fyrsta sinn styrki úr Afrekssjóði Siglingafélags Reykjavíkur – Brokey til eftirfarandi umsækjenda. Styrkur að fjárhæð 50.000 kr. Árni Friðrik Guðmundsson Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir Ólafur Áki Kjartansson Tara Ósk Markúsdóttir Vegna keppnisferðar á Nordic Youth Championship í Fjærhomen 29. júlí – 3. ágúst 2019 Styrkur að fjárhæð 100.000 kr. Hulda

Read More