Brokey fagnar 50 ára afmæli í dag!!! Ég vil nota þetta tækifæri til að óska okkur öllum til hamingju með afmælið, þakka þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóg í gegnum tíðina um leið og ég óska okkur öllum gleðilegs siglingaárs. Við ætlum að halda upp á það þann 12. júní niður á bryggju og vonum að sjá sem
Þann 7. febrúar árið 1971 var félagið stofnað af tólf áhugamönnum um siglingar og fögnum við því þessa dagana 50 ára afmæli félagsins. Frá upphafi var tilgangur félagsins meðal annars að örva áhuga fólks á siglingum. Í fyrstu lögum félagsins sem samþykkt voru á aðalfundi árið 1974 var 2. gr. svohljóðandi: „Markmið félagsins er að starfa að og örva áhuga fólks
Það verður að segjast að þetta sumar var engu líkara og því miður náðum við ekki nema níu þriðjudagskeppnum í sumar á MBL mótaröðinni. Það fór svo að Dögun sigraði með 20 stigum, Sigurborg var í öðru sæti með 21 stig og Besta í því þriðja með 22 stig. Til hamingju Magnús Arason, Magnús Waage og Toti Stefansson með þennan
Aðalfundur Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar verður haldinn rafrænn þetta árið, trúlega á Zoom eða Microsoft Teams, þriðjudaginn 26. janúar klukkan 20:00. Óskað er eftir að félagsmenn sem vilja taka þátt á fundinum sendi tölvupóst á brokey@brokey.is og óski eftir að þátttöku. Slóð verður send til viðkomandi sé hann sannarlega félagsmaður. 3. grein Atkvæðisrétt á fundum félagsins, kjörgengi hafa allir skráðir
Íslandsmót í siglingum kæna var haldið dagana 7. og 8. ágúst. Alls voru 30 keppendur skráðir og keppt var í þremur flokkum, þ.e. Optimist A, Laser Radial og Opnum flokki. Alls voru sigldar átta umferðir; fjórar á hvorum keppnisdegi. Siglt var í Fossvogi og Skerjafirði og voru aðstæður eins og best varð á kosið. Í flokki Optimist urðu úrslit þau
Íslandsmót kæna var sett í morgun kl. 9:00 með skipstjórafundi í félagsaðstöðu Brokeyjar í Nauthólsvík. Alls taka þátt 30 siglarar á 27 seglbátum en keppt er í þremur flokkum, Optimist A, Laser Radial og Opnum flokki. Í dag voru sigldar 4 umferðir og var veðrið eins og það getur orðið best á svona móti, góður og þéttur vindur um alla