Category Archives: Fréttir

Íslandsmót kæna 2020

Íslandsmót kæna 2020

Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey mun halda Íslandsmót kæna í Nauthólsvík dagana 7-9. ágúst. Sjá Tilkynningu um keppni (NOR) hér: http://brokey.is/wp-content/uploads/2020/07/NOR-Íslandsmót-kæna-2020.pdf  

Faxaflóamót kjölbáta 2020

Faxaflóamót kjölbáta 2020

Skráning er hafin fyrir hið árlega Faxaflóamót kjölbáta sem mun fara fram þann 27. og 28. júni n.k. Í ár er ætlunin að stitta aðeins mótið og leggja af stað frá Reykjavík á laugardagsmorgninum, sigla upp á skaga, taka smá pásu og taka svo eina til tvær umferðir fyrir utan. Sigurfari ætlar að taka á móti okkur og verður með

Read More

Sjósetning í Gufunesi og bryggjumál

Sjósetning í Gufunesi og bryggjumál

Á morgun föstudaginn 5.6.2020 er stefnt að sjósetningu í Gufunesi. Kraninn er mættur kl 17. Hífingin kostar 20þús. Við biðjumst velvirðingar á stuttum fyrirvara. Það er enn verið að vinna í viðgerðum á bryggjunni en núna er í lagi að setja báta sunnan megin, þ.e. nær Hörpu. Það á eftir að skipta út bitum norðan megin og höldum við þeirri

Read More

Áform um friðlýsingu Lundeyjar

Áform um friðlýsingu Lundeyjar

Umhverfisstofnun, ásamt Reykjavíkurborg og landeiganda, kynnir hér með áform um friðlýsingu Lundeyjar í Kollafirði sem friðland, í samræmi við 49. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Lundey liggur í innanverðum Kollafirði og felst markmið friðlýsingarinnar í að vernda mikilvæga sjófuglabyggð sem þar er auk sérstaks gróðurlendis. Í erindi í viðauka má nálgast frekari upplýsingar um svæðið, friðlýsingarflokk og hvernig skuli skila inn

Read More

Bryggjupláss 2020

Bryggjupláss 2020

Opið er fyrir umsóknir að bryggjuplássi fyrir seglbáta við Ingólfsgarð í sumar. Vinsamlega sendið tölvupóst á: brokey@brokey.is fyrir 30. apríl 2020 og pantið pláss. Tilgreina þarf nafn báts, stærð, tengiliður, símanúmer og kennitölu greiðanda. Gjaldskrá er einni á heimasíðu félagsins. Félagsmenn sem voru við bryggjuna í fyrra og senda umsókn hafa forgang. Stjórnin.

Kranadagur 2020

Kranadagur 2020

Í ljósi aðstæðna þá er ný dagsetning á kranadegi í Gufunesi í ár 9. maí og til vara 10. maí. Við í stjórninni biðjum félagsmenn að fara eftir þeim tilmælum sem gefin eru út varðandi fjölda á hverjum bát fyrir sig. Nánari tímasetning verður gefin út þegar nær dregur. Sjá má dagskrá 2020 hér: http://brokey.is/siglingakeppnir/dagskra/ Stjórnin.