Íslandsmót kæna 2020

Íslandsmót kæna 2020

Íslandsmót kæna var sett í morgun kl. 9:00 með skipstjórafundi í félagsaðstöðu Brokeyjar í Nauthólsvík. Alls taka þátt 30 siglarar á 27 seglbátum en keppt er í þremur flokkum, Optimist A, Laser Radial og Opnum flokki. Í dag voru sigldar 4 umferðir og var veðrið eins og það getur orðið best á svona móti, góður og þéttur vindur um alla

Read More

Uppskeruhátíð SÍL

Uppskeruhátíð SÍL

Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey gerði það heldur betur gott á Lokahófi Siglingamanna sem fór fram í húsnæði ÍSÍ í dag. Siglingamaður ársins Þorgeir Ólafsson (Brokey) Siglingakona ársins Hulda Lilja Hannesdóttir (Brokey) Siglingaefni ársins Hólmfríður Gunnarsdóttir (Brokey) Íslandsbikarmeistari kjölbáta, áhöfnin á Dögun (Brokey) Sjálfboðaliði ársins Arnar Freyr Jónsson (Brokey) Ævintýrabikarinn fengu þau Kristófer Oliversson og Svanfríður Jónsdóttir (Brokey)

Jólagleði og uppskeruhátíð SÍL

Jólagleði og uppskeruhátíð SÍL

Loksins er komið að því! Uppskeruhátíð SÍL verður haldin í hádeginu (12-14)laugardaginn 17. desember í Cafe Easy, Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Í boði er létt jólahlaðborð á aðeins 1500 kr. Veitt verða verðlaun þeim sem hafa skarað framúr á árinu. Meðal verðlauna sem veitt verða eru: siglingamaður og -kona ársins, kayakmaður og -kona ársins, sjálfboðaliði ársins og mesta siglingaefnið. Einnig verður Íslandsbikarinn

Read More

Um Heimsins höf á Hug

Kristófer og Svanfríður segja okkur frá siglingu sinni um­hverf­is jörðina á seglskút­unni Hug frá Reykja­vík, en ferðalag þeirra var hluti af  „World Arc – Around the World rally“ keppn­inni. Hér má sjá umfjöllun morgunblaðsins um ferðina þeirra http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/03/27/aevintyrasigling_umhverfis_jordina/ Allir áhugasamir velkomnir. Aðgangseyrir er 1.500 krónur,- sem rennur óskiptur til Kjölbátasambands Íslands. Kaffi innifalið, aðrar veitingar er hægt að kaupa á staðnum.

Read More

Kynning á seglskútunni No Way Back

Sunnudaginn 21. ágúst kl. 16:00 verður kynning á Seglskútunni No Way Back hjá Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey á Inólfsgarði. Skipstjórinn Pieter og aðstoðamaður hans Tim Carrie munu fjalla um bátinn og komandi Vendée Globe siglingakeppni sem Pieter Heerema  er að fara að taka þátt í. Vendée Globe er ein erfiðasta siglingakeppni heims.  Þátttakendur sigla einir síns liðs kringum jörðina og mega

Read More

„No Way Back“ kemur í nótt

Seglskútan No Way Back er 60 feta (18m) löng og er síðasta kynslóð af IMOCA 60 (sjá nánar). Skipstjórinn er Pieter Heerema  (65 ára) sem er að undirbúa þáttöku í Vendée Globe keppninni sem hefst 6. nóvember í Les Sables d’Olonne. Skútan er væntanlegur á bryggjuna á Ingólfsgarð í nótt eða á morgun og verður hér í nokkra daga. Vendée Globe er ein erfiðasta siglingakeppni

Read More