Fréttir af Siglingaþingi

Fréttir af Siglingaþingi

Laugardaginn 27. febrúar var haldið 48. Siglingaþing í höfuðstöðvum ÍSÍ. Að venju fór Aðalsteinn J. Loftsson yfir starf sambandsins fyrir árið 2020, sem kom ágætlaga út þrátt fyrir faraldurinn. Við hjá Brokey lögðum fram alls níu þingsáliktunartillögur og fengum þær allar samþykktar. Meðal annars að fela nýrri stjórn SÍL að ráða starfsmann í a.m.k 50% stöðugildi til að efla starf

Read More

Hipp Hipp Húrra!

Hipp Hipp Húrra!

Brokey fagnar 50. ára afmæli í dag og þá er gott tilefni til að skrifa nokkur orð. Ég byrjaði að sigla með Brokey 2007, þá 13 ára gömul en hafði farið á námskeið hjá Siglunesi. Stjórnin hafði ákveðið að kaupa nokkra glænýja optimista og eftir 2 vikur af æfingum vorum við mætt á Íslandsmót á Akureyri. Ekki nógu sjóuð til

Read More

Siglingafréttir 1. tbl. 2021

Siglingafréttir 1. tbl. 2021

Brokey fagnar 50 ára afmæli í dag!!! Ég vil nota þetta tækifæri til að óska okkur öllum til hamingju með afmælið, þakka þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóg í gegnum tíðina um leið og ég óska okkur öllum gleðilegs siglingaárs. Við ætlum að halda upp á það þann 12. júní niður á bryggju og vonum að sjá sem

Read More

Brokey 50 ára 7. febrúar 2021

Brokey 50 ára 7. febrúar 2021

Þann 7. febrúar árið 1971 var félagið stofnað af tólf áhugamönnum um siglingar og fögnum við því þessa dagana 50 ára afmæli félagsins. Frá upphafi var tilgangur félagsins meðal annars að örva áhuga fólks á siglingum. Í fyrstu lögum félagsins sem samþykkt voru á aðalfundi árið 1974 var 2. gr. svohljóðandi: „Markmið félagsins er að starfa að og örva áhuga fólks

Read More

Íslandsmót kæna 2020 – Úrslit

Íslandsmót kæna 2020 – Úrslit

Íslands­mót í sigl­ing­um kæna var haldið dagana 7. og 8. ágúst. Alls voru 30 kepp­end­ur skráðir og keppt var í þrem­ur flokk­um, þ.e. Optim­ist A, Laser Radial og Opn­um flokki. Alls voru sigld­ar átta um­ferðir; fjór­ar á hvorum keppnisdegi. Siglt var í Foss­vogi og Skerjaf­irði og voru aðstæður eins og best varð á kosið. Í flokki Optim­ist urðu úr­slit þau

Read More

Íslandsmót kæna 2020

Íslandsmót kæna 2020

Íslandsmót kæna var sett í morgun kl. 9:00 með skipstjórafundi í félagsaðstöðu Brokeyjar í Nauthólsvík. Alls taka þátt 30 siglarar á 27 seglbátum en keppt er í þremur flokkum, Optimist A, Laser Radial og Opnum flokki. Í dag voru sigldar 4 umferðir og var veðrið eins og það getur orðið best á svona móti, góður og þéttur vindur um alla

Read More