Dagur 4: Og svo kom vindurinn

/ júní 3, 2009

(Frá Úlfi Hróbjartssyni í Limassol á Kýpur)

Það blés ekki byrlega í morgun og allt leit út fyrir að í dag yrði enn einn logndagurinn. Liðið mætti á keppnissvæðið í rjómablíðu fylgdumst með strandblaki karla gerðum okkar best til að hvetja strákan til sigurs en því miður töpuðu þeir. Um 1130 fór frestunnarfáninn upp en um klukkan eitt fór vindurinn að hreyfast og hálftíma siðar voru allir komnir á sjó og keppni hófst um tvö leytið. Ég fór sjálfur sem lærisveinn á dómarabát og lærdómur dagsins var heilmikill. Vindurinn var rólegur til að byrja með en jókst strax eftir fyrstu umferð. Í annarri umferð var vindur kominn upp í 18-20 hnúta og nokkur alda. Það tókst að koma fyrir þriðju umferð áður en vindinn lægði.
Okkar menn voru ekki í sínu fínasta formi þó en Siggi var okkar besti maður á Optimst. En samt var greinilega minnimáttakend sem dró úr getu okkar manna. Það er von okkar að morgundagurinn verði betri.
Staðan eftir daginn er Siggi er 14. sæti af 17 keppendum, Gunnar er í 16. og Oddur í 17.

Það er vissa okkar Harðar að þeir geti allir gert betur og vonumst við til að sjá þá gera þá á morgun.

Hjá Laser drengum er Arnar Freyr í 13. sæti af 18 og Björn er í 14. og Gauti í 16. sæti. 


 
 
Share this Post