Dagur 5: Að blása byrlega eða hvað

/ júní 4, 2009

(Frá Úlfi Hróbjartssyni í Limassol á Kýpur)

Dagurinn byrjaði eins og oft áður á strandblaki og við nutum þess að horfa á Íslensku stelpurna vinna Andorra. Þegar leið á leikinn fundum við að vindurinn var að koma og varð fljótlega ljóst að ekki yrðu neinir frestunarfánar í dag. Undir hádegi var vindurinn kominn í 18-20 hnúta og ljóst að það yrði góður vindur. Með vindinum komu ríflega 1,5 metra öldur og nokkuð krappar og hvít frissandi. Keppni hófst um 12:30 í hávaða roki. Laser drengirnir mættu einbeittir til leiks og ætluðu sér betur en í gær og náðu ágætu starti … 

Beitileggirnir gegnu vel hjá þeim í dag en þeir áttu erfitt með að höndla bátana undan vindi og misstu þá nokkrum sinnum á hliðina. Arnar átti hvað bestann daginn í dag og náði tvisvar 9. sæti. Björn var óheppinn og missti úr tvær keppnir í dag vegna þess að mastursfóturinn brotnaði hjá honum. Einn stærsti vandinn sem við glímum við er að í samanburði við þær þjóðir sem við erum að keppa við má líkja okkur Íslendingunum við Bobsleðalið Jamacia. Tækifærum til siglinga er nokkuð misskipt, tímabilið er rétt að fara í gang á Íslandi þegar við förum á gríðarlega sterkt mót erlendis. Þeir sem við erum að keppa við eru margir hverjir á heimslistanum í siglingum sem þýðir að þeir hafa þónokkra reynslu af erlendum mótum. 

Optimist drengjunum okkar gekk ekki nógu vel heldur þeir réðu ekki vel við aðstæður og er þar fyrst of fremst æfingleysi um að kenna. Þeir hafa kunnáttu til að sigla vel í svona aðstæðum en það er orðið of langt síðan þeir gerðu það síðast. Oddur varð fyrir því óláni að togna illa á ökkla og er því úr keppni á morgun. Svona af öðrum óhöppum dagsins má telja bilaðan þjálfarabát sem olli því að Hörður náði ekki að aðstoða drengina í annarri umferð dagsins.

Á morgun er lokadagur mótsins og verðlaunaafhending að síðustu keppni lokinni.

Share this Post