Dagur 7 – Slitnir spottar

/ maí 7, 2005

Fyrsti keppnisdagur tvær stuttar og langa næturkeppnin
Dagurinn fór rólega af stað það stóð til að við færum í stóru dótabúðina (Skútubúðina) en auðvita komumst við að því að það var lokað, allmennur frídagur líka í Frakklandi. Við vorum síðan sóttir um 12 leitið til að fara niður í bát að undirbúa…

… að því loknu skelltum við okkur á resturant og pöntuðum „entríkót fríts“ á línuna okkur veitti ekki af orkunni vegna þess að það voru 3 keppnir framundan tvær stuttar ca 1,5 tíma og ein 60 mílna löng. Það var gríðalegur fjöldi af bátum mættur á startlínuna rúmlega 100 stk af öllum stærðum og gerðum en þeim var startað í 2 hollum, svaka skemmtilegt að fylgjast með fyrra startinu hart barist á línunni í 15-20 hnúta vind. Okkur gekk ágætlega að starta í fyrri keppninni sem var pulsa strik en okkur vantaði hæð báturinn beitti ekki nógu vel algjöria aular enduðun ca í 14 sæti í okkar flokki af 23 sem eru í Grand Surprise. Næsta keppni var tekin aðeins betur báturinn píndur áfram enduðum í 5 sæti en vissum að við gætum gert betur. Við vorum farnir að taka eftir því að búnaðurinn um borð var farinn að gefa sig ekkert annað að gera en að krossa putta. Síðasta keppnin hófs ágætlega hjá okkur þá var klukkan orðin 7:30 sigldum hér fram og til baka um flóann í allt að 35 hnúta vindi við fengum tvo svakalega spinnaker leggi komum druslunni upp í 19 mílur á reach legg þar sem menn voru að sprengja spinnakera við vorum einn af fáum bátum sem gátu haldið belg „off kors“ náðum að vinna okkur upp í 3 sæti með þessum aðferðum. Eitt og annað klúðraðist samt á leiðinni og við enduðm í fimmta sæti í þeirri keppni, rosa gott. Leppin klikkar ekki.

Share this Post