DÍS til sölu

/ október 22, 2010

 

Seglskútan góðkunna DÍS er til sölu. Hún er af gerðinni Bavaria Match 35 smíðuð haustið 2004 og flutt til Íslands sumarið 2006. Bátuinn er vel útbúinn og hentar vel sem ferðabátur og sem keppnisbátur. Forgjöf bátsins er nú 1.018 sem þýðir að hann er mjög hraðsigldur. Báturinn er mjög stöðugur þar sem kjölur hans er mjög djúpur og er heildardjúprista 2,40 metrar.

Báturinn hefur verið í eigu sömu fimm eigenda frá komu hans til Íslands. Bátnurinn er vel útbúinn og hefur verið haldið vel við, búnaðarlisti í þessu skjali er ekki tæmandi, en báturinn selst með öllum búnaði.

Frekari upplýsingar veita Guðmundur Einar Jónsson 6953863 gumbi99@visir.is  og Hjörtur Grétarsson 6939338 hjortur.gretarsson@gmail.com

Share this Post