Dögun sigraði lokamót kjölbáta
Lokamót kjölbáta var í dag í frekar rólegum vindi en sem betur fer bætti aðeins í þegar leið á. Dögun var í fyrsta sæti, Besta í öðru og Sigurborg í því þriðja. Eitthvað hefur kampavínið og sigurvíman farið illa í áhöfnina á Dögun því þeir tóku niður fyrir utan dælustöðina í Skerjafirði á leiðinni til baka og því spurning hvort þeir félagar eiga strandbikarinn vísann í ár. Dögun vann því kannski tvöfalt í dag.
- Sif frá Siglingafélaginu Ými í Kópavogi
- Jón Ólafsson tók þessa góðu mynd
- Áhöfnin á dögun, Magnús Arason og Magnús Waage úr Brokey
- Sigurborg – Ými
- Úrslit