Duggidugg

/ janúar 10, 2008

{mosimage}

Nú er Francis Joyon kominn í lognbeltið (e. Doldrums) við miðbaug. Eins og nafnið gefur til kynna ríkja þar hægir eða engir vindar. Enda er hraði hans kominn niður í 4 hnúta (þegar þetta er skrifað)…


Honum hlýtur að finnast hann hafa siglt á sker (keyrt á vegg) eftir að hafa verið á yfir 20 hnúta siglingu. (Kannski lag að fá sér smá kríu). Það er mikið verk að sigla einn svona tryllitæki. Það getur tekið hálftíma að undirbúa og taka vendingu.

Honum gengur samt vel og eygir enn þann möguleika að komast til Brest í Frakklandi á innan við 60 dögum og ljúka þannig siglingu umhverfis hnöttinn á nýju heimsmeti.

Það eru rúmar 3.000 mílur eftir, svipuð vegalengd og sigld er í Skippers d’Islande (fram og til baka). Hann er tæpar 3.000 mílur „á undan“ Ellen MacArthur þannig að það er vart hægt að segja að hann finni andadrátt hennar niður um hálsmálið (þó hann vildi það kannski hálft í hvoru, svona kvenmannslaus í kulda og trekki).

Heimasíða kappans
Kort af ferðum hans

Share this Post