Enn bætt við Íslandsmetið (myndum bætt við)

/ mars 30, 2008

{mosimage}Öldutopparnir á sundunum, í dag Sunnudaginn 30.Mars, voru hvítir þegar farið var með Ísbátinn í enn eina ferðina. Fyrst voru skoðaðar aðstæður á Þingvallavatni sem leit bara vel út fyrir utan þann galla að það var snjór á ísnum þar sem hægt er að komast að vatninu og því ómögulegt að spítta þar.

Hafravatn varð því fyrir valinu í þetta sinn eins og alltaf áður. Í stuttu máli sagt voru aðstæður frekar klikkaðar, mikill vindur og mjög hvassar hviður. Þessi kokteill með ís varð til þess að hraðametið var slegið aftur. Úlfur H. Hróbjartsson var búinn að ná 77km hraða, sem var aðeins einum km frá nýsettu meti Snorra. Þá tók Baldvin Björgvinsson við, stillti upp og setti allt í botn. Nýtt íslenskt hraðamet á seglknúnu farartæki er…


81,3 kílómetrar á klukustund!

{mosimage}

Í gagnasafni í hinu GPS tækinu er hraðinn skráður með 2. sekúndna millibili. Hann var sem sagt á 80km/klst. í amk fjórar sekúndur. En fór á því tímabili upp í 81,3 sem sést á Garmin Nuvi tækinu, það tæki skráir ekki gögn önnur en hámarkshraða og svoleiðis.
{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Í sömu ferð var meðalhraðinn á rúmum 500m 77km/klst. Við erum enn að skoða gögnin úr gpsinum til að finna hraðasta kílómeterinn.
Við eigum ekki von á að bætt verði við metið í bráð. Mastrið er brotið og seglið rifið.
Verið er að vinna myndir frá deginum en þangað til, þetta:
Einn forvitinn, tveir forvitnir, þrír forvitnir, fjórir forvitnir…


Nice PrankThe most amazing home videos are here

Og þetta:


CRP .. Fools !!!Amazing videos are here

Share this Post