Enn einn frábæri þriðjudagurinn

/ ágúst 14, 2012

Maður er hreinlega orðlaus yfir dásemdardýrðarveðrinu. Áhöfnin á Flónni bauð uppá Sólfar-Pálsflaga-Engeyjarrif-Brokey-Sólfar, þrjá hringi sem síðan var stytt í tvo. Hlý dansandi austangolan lék við hvurn sinn fingur og næstum þannig að hægt væri að sigla alla leggi á belg. Aquarius var í sérlega góðu skapi og startaði aðeins á undan öðrum. Þá er bara að loka augunum og slökkva á talstöðinni og halda sínu striki og lúffa upp í heita pottinn hjá Hrafni Gunnlaugssyni með Xenu sér við hlið. Hver vill heldur láta Æsufellið skyggja á sig? Kjartan „Kjölur“ á Díu tók þessa keppni, bara á hinum, á Míu, óskelkaður eftir volkið. Kjartan er sko karl í krapinu og kallar ekki allt ömmu sína.

Share this Post