Erlendir gestir

/ ágúst 2, 2015

Um síðustu helgi bættist nýr fáni við safnið okkar í félagsheimili Brokeyjar. Heiðurshjónin Sue og Charles Springett frá Virginiu í Bandríkjunum færðu okkur fána siglingafélagsins þeirra, Rappahannock River Yacht Club í Irvington, Virginia. Sem þakklætisvott fengu þau nýja rauða fána Brokeyjar.
Þau hjónin sigldu hingað frá Bandaríkjunum, með viðkomu í Nova Scotia og Grænlandi og er ferðinni svo heitið norður fyrir land áleiðis til Danmerkur,
Það sem af er sumri hafa rétt tæplega 40 erlendar skútur haft viðdvöl hjá okkur, en hafís við austurströnd Grænlands hefur sett strik í reikninginn hjá nokkrum þeirra. Í ár er ísinn þaulsetinn og hafa sumir beðið lengi eftir að hafnirnar fari að opnast. Við fylgjumst því vel með veðri og hafís og komum nýjustu ískortunum frá Dönsku veðurstofunni áleiðis um leið og þau birtast.DSC_1673

Share this Post