Eru allir íþróttamenn fullir?

/ september 3, 2007

Það kom mönnum dálítið spánskt fyrir sjónir að vera hundeltir af lögreglunni síðustu helgi. Dettur einhverjum í hug að keppendur séu bara pöddufullir að keppa? Fréttaritari átti samtal við formann Brokeyjar í kvöld og hann var allt annað en sáttur við að það væri verið að eltast við keppendur og trufla þá í miðri keppni. Hvernig er það er lögreglan að æða inn á fótboltaleiki og í maraþonhlaup til að athuga hvort menn séu ölvaðir?

Share this Post