Evra er í söluferli

/ október 17, 2010

Seglskútan Evra hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Nú berast fréttir af því að tilboð hafi borist og verið sé að ræða við nokkra aðila um kaup á skútunni. Verðið mun vera einhversstaðar milli 16 og 20 milljónir íslenskra króna. Bæði er verið að ræða við innlenda og erlenda aðila.

Það væri synd fyrir íslenska skútusamfélagið að missa þennan bát úr landi sem búið er að flytja til landsins, greiða öll íslensk gjöld af og getur til dæmis verið frábært verkfæri fyrir innlenda ferðaþjónustuaðila. Áhugasamir geta haft samband við Úlf Hróbjartsson 8984969 eða Friðrk Inga Friðriksson 7712000.

Share this Post