Fastnet Race

/ júní 18, 2007

{mosimage}Hvað er Fastnet Race í stuttu máli? Keppnin fer fram á tveggja ára fresti og er keppnin þar sem allir þeir bestu og verstu koma saman á gömlum og nýjum bátum. Aðeins 300 bátar fá að taka þátt að þessu sinni. Þarna má sjá samansafn bestu siglara heimsins á bestu og hraðskreiðustu fáanlegu skútum dagsins í dag. Sem og margar eldri.


Startað er á svokallaðri Royal Yacht Squadron Line við Cowes á eyjunni Isle of Wight sunnan við England. http://www.rys.org.uk
{mosimage}

Til að finna staðinn má setja leitarorðin: „Royal Yacht Squadron line cowes england“ í Google Earth.
Siglt er í vesturátt suður fyrir Lands End og alla leiðina að Fastnet Rock, sem er klettur eða eyja með einum vita á sunnan við Írland.
Til að finna staðinn má setja leitarorðin: „Fastnet Rock Ireland“ í Google Earth.
Síðan er bara siglt til baka til að fara í mark í Plymouth.

Í þessari keppni má búast við hverju sem er logni, passlegum vind, stormi, sól, regn, heitt, kalt, já hvað sem er. Einn skemmtilegasti og áhugaverðasti viðburður sem siglarar geta tekið þátt í. Keppni sem tekur einhverja daga eða allt að viku ef vindur er lítill og allt félagslífið í kringum keppnina mjög skemmtilegt.

Til að skoða myndir af Fastnet er til dæmis gott að líta á google.is og leita að Fastnet Rock og merkja við myndir. Þá birtast fullt af myndum af þessum klett.

Share this Post