Faxaflóamót kjölbáta 2014 – Dagskrá

/ júní 12, 2014

IMG_2845

Faxaflóamótið fer að venju fram í júní. Föstudaginn 20. júní gerum við ráð fyrir að þeir sem ætla að taka þátt í keppninni sigli til Akraness. Við viljum hvetja alla aðra til að sigla upp á Akranes á laugardeginum og taka þátt í grilli og skemmtun um kvöldið, gista í bátunum og sigla saman til Reykjavíkur á sunnudeginum.

Keppnisbátar
Föstudagur 20. júní
Skipstjórafundur kl. 16:00 (afhending gagna, greiðsla keppnisgjalda 3.000 kr. á mann).
Start er kl. 17:15 (sjá keppnisfyrirmæli).
Sameiginlegt grill á bryggjunni á Akranesi (hver kemur með sitt, en Brokey skaffar grill).

Laugardagur 21. júní
Skipstjórafundur kl. 11:00.
Start er kl. 12:00 og sigldar verða a.m.k. tvær umferðir (sjá keppnisfyrirmæli).
Kl.19:00 er sameiginlegt grill.

Sunnudagur 22. júní
Skipstjórafundur kl. 11:00.
Start er kl. 12:00 (sjá keppnisfyrirmæli).
Verðlaunaafhending á Ingólfsgarði strax eftir keppni. Léttar veitingar.

 

Ferðabátar (ekki keppni)
Laugardagur 21. júní
Hópsigling kjölbáta upp á Akranes. Mæting á bryggju kl. 12:00 og lagt af stað 12:30.
Grillveisla kl. 19:00. Öllum er velkomið að taka þátt á bryggjupartíinu og eru menn hvattir til að taka með sér gítarinn (frést hefur að keppnisstjórinn eigi úkúlele!).

Sunnudagur 22. júní
Hópsigling fyrir þá sem ekki eru að keppa kl. 12:30.
Léttar veitingar verða á Ingólfsgarði þegar komið er í land.

ATH. Við mælum með að áhafnir taki með drykki og nesti. Sérstaklega á laugardeginum þegar ekki verður farið í land heldur einungis tekið hlé á milli umferða.

Nánari upplýsingar gefur keppnisstjóri.
Jón Pétur Friðriksson, sími: 694 2314, netfang: jp.fridriksson@gmail.com
Ólafur Már Ólafsson, sími: 843 6405, netfang: olafur.mar@simnet.is

Share this Post