Faxaflóamót kjölbáta 2015

/ júní 25, 2015

Faxaflóamótið fór fram 19-21. júní. Í upphafi tóku 7 bátar þátt í keppninni upp á skaga en á leiðinni missti Sigurvon stýrið og varð að draga sig úr keppni. Á leiðinni upp á Akranes sigldu bátar hraðara en áður hefur gerst þrátt fyrir að þurfa fara út fyrir bauju nr. 11 fyrir utan Akranes. Tvær umferðir voru svo sigldar á laugardeginum og venju samkvæmt var sigldur einn leggur til Reykjavíkur á sunnudeginum. Í alla staði heppnaðist allt vel og virkilega skemmtileg keppni.  Keppnisstjóri var Aðalsteinn Jens Loftsson og honum til aðstoðar var Eyþór Pétur Aðalsteinsson og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir góða keppnisstjórn. Stjórn Brokeyjar vill einnig þakka starfsmönnum Faxaflóahafnar fyrir frábærar móttökur á Akranesi.

Sprettur / Reykjavík-Akranes  (Leiðréttur tími)
1   Skegla 01:27:45
2  Sigurborg 01:36:18
3  Aquarius 01:36:59

IMG_20150620_154058

Skegla

Áhöfnin á Skeglu var að vonum glöð með fyrsta sætið.

Sigurborg

Áhöfnin á Sigurborg var í öðru sæti.

Lilja

Áhöfnin á Lilju var í þriðja sæti.

IMG_20150621_121155 IMG_20150621_121120 IMG_20150621_121112 IMG_20150621_121109 IMG_20150621_121103 IMG_20150621_121124 IMG_20150621_121127 IMG_20150620_192814 IMG_20150620_192820 IMG_20150620_192829 IMG_20150620_195731 IMG_20150620_192855 IMG_20150620_192849 IMG_20150620_192844

Faxaflóamót kjölbáta 2015 – Úrslit
Skipstjóri Félag forgjöf K-1 K-2 K-3 K4 Samtals Niðurstaða
Skegla Gunnar Geir Halldórsson Þytur 0.943 1 1 1 2 5 1
Sigurborg Hannes Sveinbjörnsson Ýmir 0.937 2 4 4 1 11 2
Lilja Arnar Freyr Jónsson Brokey 0.973 6 2 2 3 13 3
Aquarius Halldór Jörgensson Brokey 0.992 3 3 3 4 13 4
Ögrun Jón Ólafsson Brokey 1.002 4 5 5 5 19 5
Ásdís Árni Þór Hilmarsson Ýmir 0.824 5 6 6 6 23 6
Sigurvon Ólafur Már Ólafsson Brokey 0.945 7 7 7 7 28 7

 

Share this Post