Faxaflóamótið – myndir

/ júní 26, 2011

Um helgina fór fram hið árlega Faxaflóamót. Á mótinu eru tvær keppnir, önnur á föstudagskvöldi frá Reykjavík beina leið uppá Akranes og hin til baka eftir braut. Veður var fínt en vindur mjög misjafn, sér í lagi á föstudagskvöldið. Eftir stífan vind datt á með dúnalogni. Það er fátt erfiðara fyrir taugarnar í keppni en vera í haugasjó í logni.

 

Hér sést brautin sem sigld var á laugardegi. Eins og svo oft áður voru allir leggir belgleggir utan smá kafla fyrir utan Reykjavíkurhöfn.

Upphalið flæktist þegar áhöfnin á Lilju ætlaði að reisa stórseglið.   

Keppnisstjórn ákvað að gefa Lilju kost á að koma upphalinu í lag og frestaði ræsingu um hálftíma. Hálftími dugði ekki en 38 mínútur hefðu gert það því Lilja fór yfir ráslínu 8 mínútur eftir start. EEEF Lilja hefði ræst á réttum tíma HEFÐI Lilja unnið keppnina til Reykjavíkur.  

 

 

 

Þessi mynd er nota bene tekin um borði í Dögun. Ef myndin prentast vel má sjá Sigurvon í kjölfari Dögunar, Ásdísi þar á eftir og Lilju ber við sjóndeildarhringinn.

 

Áhöfnin á Sigurvon hafnaði í 4. sæti uppá Akranes en náði 3. sæti til Reykjavíkur. 

Áhöfnin á Ásdísi kom flestum á óvart og þeim sjálfum líka, því þau náðu 2. sæti uppá Akranes. 

Áhöfnin á Lilju nafnaði í 3. sæti uppá Akranes en 2. sæti til Reykjavíkur. Eins og áður sagði hefðu þeir auðveldlega náð fyrsta sæti ef þeir hefðu náð að ræsa á réttum tíma.

Gömlu kempurnar á Dögun hrósuðu sigri báða dagana þó naumt hefði verið. 

Í samanlögðu náði Dögun efsta sæti, Lilja öðru sæti, Ásdís þriðja sæti og Sigurvon því fjórða. Keppnin gefur stig til Íslandsbikars. Dögun fékk 10 stig, Lilja 8 stig, Ásdís 6 stig og Sigurvon 5 stig (skyldi maður halda, birt án ábyrgðar).

 

Það gleymist of oft að þakka þeim sem gefa af sínum tíma og leggja á sig vinnu svo við hin getum leikið okkur. Kristján, Snorri, Fjóla og Baldvin eiga kærar þakkir skildar fyrir frábæra keppnisstjórn.

 

Share this Post