FAXI Tilkynning um kappsiglingu

/ júní 29, 2007

Notice of Race


Faxaflóamót 6. – 7. Júlí 2007.

Faxaflóamótið er haldið af Siglingafélagi Reykjavíkur, Brokey í samstarfi við Akraneskaupstað. Siglt er frá Reykjavík til Akraness og til baka. Mótið er hluti af Íslandsbikarnum í siglingum og hefur stuðulinn 10.
Miklir siglingardagar verða við Akranes í tengslum við Írskra daga þessa helgi en Snarfaramenn hafa boðað komu sína. Sprettur verður núna tekinn á föstudeginum (siglt beint til Akranes) en á laugardeginum verður keppt víða á Faxaflóa. Grillveisla verður við komu skipa til Reykjavíkur ef veður leyfir.

1 Reglur
Keppt verður samkvæmt:
a) Kappsiglingareglum ISAF 2005 til 2008
b) Kappsiglingafyrirmælum SÍL
c) Kappsiglingafyrirmælum mótsins sem afhent verða á skipstjórafundi fyrri keppnisdaginn.

2 Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt reglum í kappsiglingafyrirmælum SÍL.

3 Auglýsingar
Auglýsingar eru leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóða Kappsiglingareglunum.

4 Forgjöf
Keppt er samkvæmt IRC forgjöf og skulu allir bátar framvísa gildu mælibréfi.

5 Skráning
Skráningar skulu berast til keppnisstjórnar fyrir kl. 16:00 þann 4. júlí með tölvupósti: brokey@brokey.is . Gefið einnig upp fjölda í grillveislu að laugardeginum eftir keppni.

6 Þátttökugjald
Þátttökugjald á hvern bát er kr. 5.000.,og greiðist fyrir keppni á
Skipstjórafund.

7 Tímaáætlun
Skipstjórafundur í félagsheimili Brokeyjar 6. júlí kl. 17:30 og fyrsta rásmerki frá Reykjavík kl. 17:55. Skipstjórafundur, Akraneshöfn 7. júlí kl. 9:00 og fyrsta rásmerki frá Akranesi kl. 9:55.

8 Stigakerfi
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.

9 Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.

10 Verðlaun
Fyrir fyrri keppnisdaginn Reykjavík – Akranes, Sprettur,verður veittur Skagabikarinn og verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Fyrir seinni legginn Akranes – Reykjavík, verður veittur bikar og verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Fyrir samanlagðan árangur verður veittur bikar og verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Samanlagður árangur veitir stig til Íslandsbikars.

11 Verðlaunaafhending
Verðlaun verða afhent strax eftir lok mótsins í félagsheimili Brokeyjar.

12 Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar Jón Búi GSM 892-7508 og Sigurður GSM 897 5355 eða með póst á brokey@brokey.is.

Reykjavík 26. júní 2007,
Keppnisstjórn Brokeyjar.

Share this Post