Faxi – úrslit – Aquarius sigraði!

/ júlí 9, 2007

{mosimage}Jæja, þá eru úrslitin komin. Þau eru ansi skemmtileg og fróðleg. Eftir báðar keppnirnar voru fjórir bátar jafnir með 6 stig, Aquarius (1-5), Besta (2-4), Ísmolinn (3-3) og Lilja (4-2). Þá var farið í reglurnar sem segja að sá bátur sem á besta árangur úr stakri keppni sé efstur. Það var Aquarius (1-6). Enn stóðu tveir bátar jafnir, Besta (2-4) og Lilja (4-2). Kafað var enn dýpra í reglurna og fengið út að sá bátur sem átti af þeim bestu síðustu keppni yrði ofar hinum. Það var Lilja…


Það má reyndar halda áfram að skemmta sér við að glugga í úrslitin.

Ef Þerna hefði ekki siglt fyrri daginn (hún sigldi ekki seinni daginn) þá hefði Dögun unnið mótið í stað þess að lenda í 5. sæti.

Einnig er ótrúlegt að sjá hversu stutt er á milli báta, allt niður í 6 sek. eftir 3-4 tíma siglingu!!!

Það var reyndar áhöfnin á Dögun sem setti smá spennu í þetta með því að gleyma hvernig ætti að klára keppnina og ákvað að fara öfugu megin í markið í tilefni hinsegin daga í Þýskalandi. Þessir kjánar náðu þó að átta sig þegar ekkert var flautað bakdyramegin…

  Segl Forg. Sigldur Leiðr. Sæti
Aquarius 2667 1.001 01:49:31 01:49:38 1
Besta 2598 1.055 01:46:25 01:52:16 2
Ísmolinn 2639 1.042 01:49:02 01:53:37 3
Lilja ?? 0.988 01:55:50 01:54:27 4
Þernan 9834 0.956 01:59:51 01:54:35 5
Dögun 1782 0.840 02:16:51 01:54:57 6
  Segl Forg. Sigldur Leiðr. Sæti
Dögun 1782 0.840 04:02:52 03:24:00 1
Lilja ?? 0.988 03:26:35 03:24:06 2
Ísmolinn 2639 1.042 03:17:29 03:25:47 3
Besta 2598 1.055 03:15:58 03:26:45 4
Aquarius 2667 1.001 03:29:02 03:29:15 5
Þernan 9834 0.956 DNC DNC 6
  Sprettur Akr-Rvk Samtals Sæti Stig
Aquarius 1 5 6 1 60
Lilja 4 2 6 2 50
Besta 2 4 6 3 40
Ísmolinn 3 3 6 4 30
Dögun 6 1 7 5 20
Þernan 5 6 11 6 10
Share this Post