Aðalfundur 27. janúar 2022, kl. 20.00.

Sjá hér: Hlekkur á Teams fundinn kl. 20:00

Sjá: Starfsskýrslu Brokey 2021

Sjá, Ársreikning Brokey 2021

Í lögum félagsins:
„3. grein
Félagi getur hver sá orðið sem hlýtur samþykki stjórnar félagsins. Atkvæðisrétt á fundum félagsins, kjörgengi og rétt til þátttöku í keppni fyrir hönd félagsins hafa allir skráðir félagar sem greitt hafa tilskilin gjöld.“

Dagskrá aðalfundar:
1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
Baldvin Björgvinsson bíður sig fram sem fundarstjóra
Íris Ólafsdóttir bíður sig fram sem fundarritara

2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
Ólafur Már Ólafsson, formaður fer yfir skýrslu stjórnar

3. Skýrslur nefnda lagðar fram.

4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
Marcel Mendes da Costa gjaldkeri fer yfir ársreikning félagsins fyrir starfsárið 2021

5. Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
Orðið er frjálst.

6. Reikningar bornir upp til samþykktar.

7. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.

Engar tillögur hafa borist.

8. Kosning formanns
10.2 grein
„Formaður er kosinn sérstaklega til eins árs í senn“
Ólafur Már Ólafsson bíður sig fram til áframhaldandi formensku.

Aðrir í kjöri bjóði sig fram.

9. Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna sem skipta með sér verkum í samræmi
við 10. grein.
10.2 grein
„Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára, þó þannig að aðeins skal kosið um tvo ár hvert“
Gunnar Haraldsson og Marcel Mendes da Costa hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér.

Arnar Jónsson og Íris Ólafsdóttir voru á síðusta ári kosnir í stjórn til tveggja ára og eiga því eitt ár eftir.

Í framboði til stjórnar eru: (til tveggja ára:
Gunnar Tryggvason & Helena Óladóttir

Aðrir í kjöri bjóði sig fram.

Í framboði til stjórnarsetu / varamenn:
Ragnheiður Kristín H. Eyvinds (til eins árs)
Halldór Högnason (til eins árs)

10. Kosning tveggja skoðunarmanna.
Valgeir Magnússon og Snorri Tómasson gefa kost á sér

11. Ákvörðun félagsgjalda.
Tillögur um árgjald.

12. Önnur mál.
Orðið er frjálst

13. Fundarslit.

Önnur gögn