Fellibylurinn Durian

/ desember 4, 2006

{mosimage}Fellibylurinn sem umfaðmaði okkur í nótt heitir Durien. Núna er hann á leiðinni til Fillippseyja. Kanski á hann eftir að stríða þeim þar. Hann stríddi okkur næstum ekki neitt…



Hann lá að vísu í 9 vindstigum um tima og 8 vindstigum mest alla nóttina en ölduhæðin var ekki nema um 3 metrar. Við gusuðumst áfram á stórseglinu einu á 8 hnúta hraða. Órifuðu stórseglinu vel ad merkja. Við komum að innsiglingunni til Coloniu á Yap í Smáeyjum (Micronesiu) um hálf sexleitið í morgun. Innsiglingin í gegnum kóralrifid er bara um 200 metra breið og nokkuð krókótt svo það var fráleitt að sigla inn í myrkri. Við tókum hálftíma skrens norður með eyjunni og aftur hálftíma suður með og þá var orðið bjart. Innsiglingin var merkt med baujum og ljósum sem sum meria að segja loguðu. Renndum okkur inn á milli brotsjóanna og merkjanna og liggjum núna í sjólausu en stífum vindi inni á lóninu. Ekkert mál fyrir Jón Pál.


kveðjur frá 9 30,9n 138 07,3e 28.11.2006 12:00/MW


Magnús Waage

Share this Post