Þriðjidagur hinn fjórði

/ júní 6, 2012

Frískur vindur, 8–11 m/s. Áhöfnin á Sigurvon bauð uppá Brokey-Engeyjarrif-Pálsflaga-Kleppsvík-Pálsflaga-Sólfar-Brokey. Skemmtileg braut og stutt í góðum vindi. Tvö stört voru, startað með korters millibili. Helsta fyrirstaðan var hálftómt Eimskip á leið til hafnar. Margir nýliðar mættu, líklega einir sjö. Flestir um borð í Sigurvon en einn settur í Dögun. Svo margir voru á bryggjunni að eins fór með pylsurnar og frægar vöfflur á Hátíð hafsins, þær hurfu eins og dögg fyrir sólu. Óli skipper á Sigurvon tók smá útsýnissigl utanum Engeyjarrif á leið til baka. Það kostaði hann alla vega Line-Honor. Ókosturinn við að vera fremstur er að þurfa að muna brautina og geta ekki stólað á aðra.

Share this Post