Flotbryggju samsetningin gengur hægt

/ júlí 15, 2011

Til stóð að flotbryggjan við Ingólfsgarð yrði tilbúin þessa dagana, það er augljóslega ekki að gerast.

Eða eins og stendur í sendingu frá Jóni Þorvaldssyni aðstoðarhafnarstjóra: (smella á Nánar)

„Uppsetning og frágangur á flotbryggju í Austurbugt tekur síðan nokkra daga í framkvæmd og það er fyrst þá sem hægt er að fara með skúturnar úr Norðurbugt yfir  í Austurbugt.

Fyrir liggja nú eftirfarandi forsendur varðandi þetta:
1. Norðurbugt er tilbúin til afnota í dag kl:17:00 og eftir það má hefja flutning á skútum þangað.
2. Allar skútur þurfa að vera farnar af flotbryggjunni við Faxagarð að kvöldi 5. júlí og þá um leið þær skútur sem nú eru í Austurbugt við Ingólfsgarðinn.
3. Undirbúningur að færslu á flotbryggju í Austurbugtina hefst síðan þann 6. júlí og flutningur og frágangur bryggju stendur síðan dagana 6. – 8. júlí.
4. Uppsetning á örmum, landgangi og fl. verður síðan unnið dagana 11. -15. júlí samhliða því að lokið verður við frágang trébryggju við Ingólfsgarð.
5. Nú í lok vikunnar hefst síðan viðgerð á hleðslum við Ingólfsgarð og þá strax grafið frá garðinum að utanverðu. Um leið lokast allt gönguaðgengi þar að ytri hluta Ingólfagarðs og þá eingöngu gengið út eftir trébryggjunni.

Þetta er verkplan sem þarf að standa og tímasetningar á öllum stigum ákvarðandi um framhaldið. Ef við komum ekki flotbryggjunni í Austurbugtina á þessum tímasetningum erum við lentir í sumarfríum og frekari töfum.

Já, svona er það nú. Bryggjunefndin hefur haft rétt fyrir sér um verktíma og verklok alveg frá síðasta aðalfundi félagsins. Að bryggjan myndi í fyrsta lagi klárast um mitt sumar ef það þá tækist þetta sumarið…

kv. Bryggjunefndin

Share this Post