Flotbryggjufréttir

/ maí 3, 2009

Fréttir af stöðu mála við flotbryggjuna eru nú þannig að búið er að panta lengri útleggjara fyrir stærri bátana. Þeir koma í lok mánaðarins. Skipulagið verður nærri því sem áður hafði verið auglýst en verður einhversskonar sambland af gömlu uppröðuninni og þeirri nýju þar til allur búnaðurinn er kominn. Við getum lítið gert að þessum óþægindum sem verða horfin og komin í lag fyrr en varir og óskum auðvitað eftir samvinnu ykkar og ómældu umburðarlyndi vegna ástandsins. Eigendur hvers báts þurfa að taka þátt í að búa til sitt stæði. Nákvæm niðurröðun verður auglýst hér fljótlega.

Share this Post