Flóttamannahjálp VOR

/ júlí 11, 2008

{mosimage}Klukkan 18:15 GMT, í gær, sáu Telefonica Volvo Open 70 fetararnir lítinn bát 30 mílur suður af Almeria staðsetning: 36,13 N – 02,44 W.

Báturinn var fullur af fólki, meðal annarra voru þar smábörn, og ekki voru allir enn á lífi. Keppnisliðið hætti æfingum og hafði sambandi við spænska björgunaraðila á VHF rás 16, til að veita fólkinu eins fljóta aðstoð og…


mögulegt væri. Samkvæmt fyrirmælum biðu skúturnar báðar hjá bátnum í litlum vind, án þess að fara um borð og biðu eftir björgunarliðinu.

Björgun fór fram kl. 20:10 GMT meðan báðir Telefonica bátarnir biðu á svæðinu og Guardia Civil del Mar lauk aðgerðum. Eftir að hafa þakkað þeim fyrir tilkynninguna tilkynnti Guardia Civil del Mar kl. 20:30 GMT, að þeir gætu haldið áfram að sigla. Bátarnir stefndu þá aftur á Atlantshafið. Samkvæmt upplýsingum frá liðinu tóku áhafnir þennan mannlega harmleik mjög nærri sér en voru um leið ánægðir að hafa veitt aðstoð og getað leitt til björgunar þeirra sem enn voru á lífi.

Þýtt upp úr: BYM News
07/10/08

Share this Post