Frá formanni

/ september 18, 2006

Nú er farið að hausta, síðasta keppni afstaðin og senn líður að því að við munum hífa báta okkar úr sjó. Í október eða nóvember verður hin árlega uppskeruhátíð okkar, Lokabrok, og um sama leiti verður einnig aðalfundur en á síðasta aðalfundi var samþykktum breytt og er nú reikningsár og kjörtímabil stjórnar frá október til september.


Ég hef ákveðið að vera ekki í kjöri til formanns næsta starfsár og hef ég tilkynnt stjórn þá ákvörðun.


Ég hef verið í stjórn félagsins frá árinu 2002 og er ég ánægður með þróun félagsins á þessum umrótartíma. Stjórnarmenn hafa lagt mikið á sig fyrir félagið og er ég sérstaklega þakklátur óeigingjörnu starfi þeirra mörgu sem lagst hafa á árar með mér.


Ég vil hvetja áhugasamt siglingafólk til að leggja félaginu lið og gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Framundan eru skemmtilegir uppbyggingartímar hjá félaginu.


Siglingakveðja,

Ólafur Njáll Sigurðsson

{moscomment}

Share this Post