Frábær árangur hjá Brokeyjarliðinu
Brokeyjarliðið náði góðum árangri á Íslandsmóti kæna á Akureyri um helgina. Þorgeir Ólafsson varð Íslandsmeistari í Optimist og Andrés Nói Arnarsson varð í öðru sæti. Hulda Lilja Hannesdóttir og Hrefna Ásgeirsdóttir náðu 2. og 3. sæti á Laser Radial. Mótið fór fram á laugardag. Vindur var hægur og veður gott. Sigldar voru fimm umferðir og hörð barátta um sætin.
Hér fylgja myndir (takk Ásgeir Eggertsson) af verðlaunaafhendingu í eintökum flokkum:
- Þorlákur Sigurðsson (Nökkva) varð Íslandsmeistari í Laser Radial, Hulda Lilja (Brokey) í öðru sæti og Hrefna (Brokey) í þriðja
- Þorgeir Ólafsson (Brokey) varð Íslandsmeistari í Optimist, Andrés Nói (Brokey) í öðru sæti og Ísabella Sól í þriðja sæti
- Aðalsteinn og Eyþór (29er) voru í fyrsta sæti í opna flokknum, Sigurgeir og Daníel (Topaz) í öðru og Aron og Heiðar (Topaz) í þriðja
- Björn Heiðar (Nökkva) varð Íslandsmeistari á Laser Standard. Breki varð í öðru sæti og Gunnar Geir í þriðja.
- Oliver Thorlacius-Allen (Brokey) varð í 1. sæti á Laser 4.7
- Í Topaz-flokki voru Sigurgeir og Daníel í 1. Aron og Heiðar í 2. og Guðmundur og Elmar (Brokey) í 3. sæti
- Í Optimist A voru Þorgeir í 1., Andrés í 2. og Atli Gauti í 3. (allir úr Brokey)
- Í Optimist B. voru Ísabella Sól í 1., Garðar í 2. og Baldur í 3. (öll í Nökkva)
- Sigursælt Brokeyjarlið
- Allir verðlaunahafarnir á Akureyri