Framkæmdir í Nauthólsvík

/ júlí 16, 2010

Nú hefur eignarhald á Nauthólsvíkursvæðinu loksins komist í hendur Reykjavíkurborgar. Húsnæðið hafði áður verið í eigu Flugmálastjórnar síðar Flugstoða og nú þegar það er komið í hendur Reykjavíkurborgar ættu húsnæðismál siglingaíþróttarinnar að komast í það horf að vera borgarbúum til sóma á þessum fallega stað.

Undanfarið hefur verið unnið að því að ganga frá samningum við borgina um húsnæðið, á báðum stöðum, en það hefur gengið illa að semja um gámana á Ingólfsgarði. Rétt er að rijfa upp þá var aðstaða siglingaklúbbsins rifin til að byggja húsið sem nú heitir Harpa. Félagið var sett í gámana á meðan. Ekkert hefur gengið að fá úthlutað lóðarskika fyrir félagið. Sú vinna er nú hafin aftur með nýrri borgarstjórn og nýjum nefndarmönnum.

Á myndunum má sjá smiði á vegum borgarinnar vera að skipta um þak á húsunum í Nauthólsvík og félagsmenn hafa verið að helluleggja milli húsanna.

Ekki veitir af að laga aðstöðuna aðeins því það verður haldið stórt kænumót þarna næstu helgi.

Share this Post