Fréttir af aðalfundi Ýmis

/ febrúar 14, 2009

Fréttaritari var staddur á aðalfundi Siglingafélagsins Ýmis sem haldinn var síðastliðið fimmtudagskvöld. Vel var mætt á fundinn í þessu félagi sem gengur nú í nýja lífdaga með stórglæsilegri nýrri aðstöðu.

Húsnæðið á að verða tibúið í vor áður en barna og unglingastarfið hefst. Enda er ekki hægt að missa eitt sumarið enn vegna tafa á framkvæmdum.
Í stuttu máli sagt var kosin ný stjórn í félagið að mestu. Formaður er hinn valinkunni snillingur í stjórnun íþróttafélaga Birgir Ari Hilmarsson.
Ekki er hægt að gera ráð fyrir öðru en að ný stjórn rífi þetta gamalgróna íþróttafélag af stað nú þegar aðstaðan er sú glæsilegasta sem nokkuð siglingafélag býr að á landinu.

Share this Post