Fréttir af Siglingaþingi

/ febrúar 28, 2021

Laugardaginn 27. febrúar var haldið 48. Siglingaþing í höfuðstöðvum ÍSÍ. Að venju fór Aðalsteinn J. Loftsson yfir starf sambandsins fyrir árið 2020, sem kom ágætlaga út þrátt fyrir faraldurinn. Við hjá Brokey lögðum fram alls níu þingsáliktunartillögur og fengum þær allar samþykktar. Meðal annars að fela nýrri stjórn SÍL að ráða starfsmann í a.m.k 50% stöðugildi til að efla starf sambandsins. Einnig lögðum við fram tillögu sem lýtur að því að skilja að Íslandsmót við Íslandsbikarinn. Tillagan var eins og áður segir samþykkt:

Aðskilnaður Íslandsbikars og Íslandsmóts
Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey leggur til breytinga á stigakerfi Íslandsbikars kjölbáta. Stigakerfi Íslandsbikars breytis þannig að eftirfarandi mót munu tilheyra Íslandsbikars kjölbáta
– Opnunarmót
– Hátíð hafsins
– Faxaflóahafnir
– Lokamót
– Úrslit MBL mótaröðin
Stigaferfið verður eftirfarandi:
Notað er við hefðbundið lágstigakerfi.
Hægt er að kasta einni lökustu úrslitunum

Mótaskrá var svo samþykkt svona:

Mótaskrá 2021
Mótaskrá 2021

Þingforseti var Erlendur Kristjánsson sem er nýr formaður Siglingaklúbbsins Vogs í Garðabæ, en þau munu væntanlega mæta á næsta Siglingaþing með sína fulltrúa.

Erlendur Kristjánsson
Erlendur Kristjánsson formaður Siglingaklúbbsins Vogs í Garðabæ.
Share this Post