Fréttir af Ými í Kópavogi

/ júní 28, 2009

Nú er húsnæði og aðstaða klúbbsins í Kópavogi bráðuðum að verða tilbúin. Við hvetjum siglingafólk til að fara og skoða herlegheitin. 

Formleg afhending og vígsla verður laugardaginn 25. júlí n.k. Þann sama dag verður hið árlega sumarmót Ýmis, keppni frá Reykjavíkurhöfn í Kópavog. Það eru allir félagsmenn og aðrir áhugamenn um siglingar hvattir til að taka frá þenan dag sem mun verða sannkölluð siglingaveisla.

 

Næsta mánudagskvöld er ætlunin að hefjast handa með að gera Secret bátana klára, mæting er kl. 18:00. Bátarnir eru hjá gamla húsinu við Kópavogshöfn. Óskað er eftir aðstoð sem flestra við verkið en margar hendur vinna létt verk. Það er orðin þörf fyrir að koma bátunum á sjó þar sem töluverð eftirspurn er eftir námskeiðum auk þess sem félagsmönnum mun standa til boða afnot af þeim gegn vægu gjaldi.

Auk tveggja Topper Tópas báta sem notaðir hafa verið það sem af er sumri er búið að rigga upp sjö Optimist og þrjá Laser og verður pantað eftir helgi það sem vantar hina bátana. Það er því allt klárt fyrir þá sem vilja fara út að sigla. Opið er þrjú kvöld í viku frá kl. 17 og frameftir.

Búið er að malbika planið við nýju aðstöðuna og er vinna við húsið í fullum gangi. Byrjað er að klæða það að utan og vinna við salinn uppi er í fullum gangi. Áætlað er að allt verði tilbúið um miðjan júlí, þar með talinn fyrsti áfangi bryggju sem mun rúma alls 12 báta.

Þessi frétt er unnin úr fréttabréfi Ýmis. 

Share this Post