Fréttir…
{mosimage}Stundum virðumst við gleyma okkur og segjum ekki frá því sem er að gerast í félagsstarfinu. Við ætlum að reyna að bæta þar úr. Sex nýjir optimist bátar eru rétt ókomnir til landsins. Félagið keypti þá fyrir barna og unglingastarfið sem er að fara á fullt í Nauthólsvíkinni, þriðja árið í röð. Óhætt er að segja að langt er síðan í stjórn Brokeyjar…
hafi setið fólk sem hefur jafn mikinn áhuga á að hlúa að barna og unglingastarfi.
Hreinsað hefur verið þónokkuð til í Nauthólsvíkinni. Málað yfir graffití og þessháttar ósóma. Allt samstarf við Siglunes er með mesta sóma. Ljóst er að borgin hefur eyðilagt aðstöðu siglingafólks algerlega með gerð Ylstrandarinnar og svikist um allt sem lofað hefur verið til úrbóta. Ætli það sé ekki rétt að fara að undirbúa málsókn á hendur Reykjavíkurborg enda hefur borgin ekki staðið við neina samninga. Sá hefðarréttur sem Brokey hefur í slíku máli er óumdeilanlegur og aðeins formsatriðið að sækja.
Sigurvon er á leiðinni úr smá viðgerð fljótlega og verður notuð við kennslu í Reykjavíkurhöfn.
Mikið hefur verið rætt undanfarna daga hvort leigja á eða kaupa gæslubát í krakkakennsluna. Sá sem búið var að semja um leigu við reyndist ekki standa við orð sín þegar á reyndi. Heldur stuttur tími er til stefnu til að kaupa því auðvitað þarf að panta gripinn með nokkrum fyrirvara. Úr hefur orðið samstarf við Ými um gæslubátinn sem þar er, þetta sumarið. Ljóst er hins vegar að hugað verður alvarlega að þessu málefni fyrir næsta sumar.
Nokkrar umræður voru um staðsetningu barna og unglingastarfsins. Bæði, Nauthólsvík, Gufunes og Geldinganes voru í umræðunni. Úr varð að Nauthólsvíkin væri notuð þetta sumarið en ljóst er að Reykjavíkursvæðið hefur stækkað og koma þarf upp aðstöðu fyrir íþróttina víðar, til dæmis við Geldinganes eða Gufunes.
Skoðið hlekkinn „Siglinganámskeið“ hér vinstramegin, það er ekkert smáræði í boði.