Fyrirkomulag Faxaflóakeppni

/ desember 31, 2008

Það er lýðnum ljóst að komin eru úrslit í könnun um fyrirkomulag Faxaflóakeppni.


Eins og við var búist skiptast keppendur meira og minna í tvo hópa.

Þeir sem vilja byrja á föstudegi og þeir sem vilja byrja á laugardegi.

Þeir sem vilja starta á föstudegi eru 20manns. Þeir sem vilja starta á laugardegi eru 14 manns.

Föstudagshópurinn hefur vinninginn og verður því þessi helgi með óbreyttu fyrirkomulagi.

Sprettur til Akraness á föstudag. Ræst um klukkan 18:00.
Lengri keppni á laugardag til baka til Reykjavíkur. Ræst um klukkan 11:00.

Þetta hefur þó ekkert lagalegt gildi sem hér er skráð og getur öllu verið breytt.

Vilji meirihluta keppenda er þó kominn fram. Stillingu könnunarinnar var meðal annars breytt þannig að sama ip talan gæti ekki kosið tvisvar. Þetta ætti því að vera sæmilega traust niðurstaða.

Share this Post