Fyrirlestraröð Kjölbátasambandsins hefst 7. október

/ október 2, 2013

Fyrirlestraröð Kjölbátasambands Íslands hefst aftur mánudaginn 7. október 2013. Haldin verða fimm fyrirlestrakvöld í vetur. Fyrsta fyrirlestrakvöldið ætlar Helena L. Kristbjörnsdóttir að tala um fjölskyldulífið um borð í skútu. Hún og fjölskylda hennar bjuggu einn vetur um borð í skútu í Hafnarfjarðarhöfn áður en þau sigldu til Miðjarðarhafsins. Þau hafa gert skútuna út þaðan. Eftir kaffihlé verður fjallað um skútuna Sögu sem er í eigu þriggja Íslendinga sem siglt hafa um Danmörku og Svíþjóð. Sagt verður frá útgerð skútunnar og siglingunni um þessar slóðir.

Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1.500 krónur – 1.000 krónur fyrir félagsmenn. Kaffi innifalið. Staðsetning: Húsnæði ÍSÍ í Laugardal, 2. hæð. Fundurinn hefst klukkan 20.

Share this Post