Fyrsta kænusigling ársins

/ janúar 17, 2010

Þeir Úlfur og Áki nýttu sér vænan byrinn og birtuna í Nauthólsvík í dag og tóku léttan snúning á Laser og Topaz til að halda bæði sjálfum sér og bátunum í formi. Nú er reglulega „oldboys“-hittingur í Nauthólsvík á hverjum sunnudegi klukkan ellefu þar sem menn taka létt spjall og siglingu ef vel viðrar. Meira af myndum er að finna í myndasafni kænudeildar.

Share this Post