Fyrsta keppni sumarsins tókst afar vel

/ maí 11, 2005

Það er óhætt að segja að fyrsta keppni sumarsins hafi tekist vel. Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir bátar tekið þátt í fyrstu keppni, eða sjö talsins…

Keppnin fór vel fram, fínn vindur og Bestan straujaði startlínuna á stjórnborða, eins og þeirra er von og vísa. Það voru ófáir bátar á bakborða í ræsingu og þurftu að víkja fyrir Bestunni.
Bestan sigraði þessa fyrstu keppni, en annars eru úrslitin komin inn undir sínum lið hér á síðunni.
Sailwave-forritið sem notað er við útreikning og framsetningu úrslita virkaði ekki sem skyldi og því er þetta á þessu formi nú. Vonumst við til að þetta komist í réttan gír fljótlega.

Því miður var engin myndavél á lofti til að fanga stemninguna, en það verður vonandi næst.

Share this Post