Fyrsta skóflustunga Í DAG KL. 15

/ júní 2, 2008

Föstudaginn 6. Júní klukkan 15:00 verður tekin fyrsta skóflustunga að nýju húsnæði Siglingafélagsins Ýmis við Fossvoginn í Kópavogi. Við hvetjum alla siglingamenn að vera viðstaddir þennan stórmerkilega atburð í sögu siglingaíþróttarinnar á Íslandi.

Svona leit ein hugmyndin út að verðandi húsnæði félagsins.
Eina nýja aðstaðan sem byggð hefur verið hingað til er í Hafnarfirði og er full ástæða til að öfunda þá sem í því félagi eru. Nú er loksins komið að því eftir tugi ára að koma siglingaíþróttinni í Kópavogi fyrir í almennilegri aðstöðu. Vonandi kemur einnig að því fljótlega í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og öllum þeim stöðum þar sem þessi íþrótt er stunduð.

Við hvetjum alla enn einu sinni að fjölmenna í Fossvoginn á föstudaginn kl. 15. Sérstaklega væri gaman að ef einhverjir sæju sér fært að koma siglandi.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>