Fyrsti dagur Íslandsmóts

/ ágúst 6, 2010

Þetta var blautur fyrsti keppnisdagur með mjög mishvassri sunnanátt. Fyrst var sigldur stuttur þríhyrningur með pulsu í endann og síðan ögn lengri leið norður fyrir Engey. Eftir það var snædd lambasteik sem Birgir Ara og Hannes hússtjóri grilluðu af stakri snilld. Íslandsmeistararnir á Dögun leiða eftir þessar fyrstu tvær umferðir en litlu munaði á bátunum í leiðréttum tíma: aðeins sjö sekúndur skildu þá frá Xenu í annarri umferð sem dæmi. Reynt verður að sigla að minnsta kosti fimm umferðir á morgun þannig að enn getur allt gerst.

Hérna eru svo nokkur móment úr keppninni klippt saman í stutt myndband á siglingarásinni:

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>