Fyrstu skúturnar að koma til Paimpol

/ júlí 23, 2006

Fyrsta skútan, Tchuda Popka 2, 40 feta Pogo tryllitæki, er komin til Paimpol. Hún kom í mark á laugardag um kl. 16:45 að frönskum tíma. Það tók áhöfnina níu daga að ljúka þessari 1300 sjómílna siglingu. Það var leiðindaveður þegar keppnin hófst til Paimpol og stuttu eftir ræsingu leituðu bátar vars á Suðurnesjum og aðrir komu til hafnar í Reykjavík vegna bilunar. Armor Crustaces er væntanlega líka kominn í mark.Til gamans má geta að það tók áhöfnina á Bestunni rúma 5 daga að sigla héðan til Paimpol árið 2000.


Fréttaritari ykkar sem staddur er í góðu yfirlæti fréttaritara
http://www.micarmor.com/
getur við þetta bætt: Bátarnir koma væntanlega í mark á helginni og eftir helgi. Það er slæmt ástand um borð í mörgum bátum þar sem siglingin hefur gengið afskaplega illa frá Íslandi. Eftir að hafa leitað vars á suðurnesjum vegna mikils vinds lögðu bátarnir af stað hver af öðrum einungis til að hreppa mjög lítinn vind á leiðinni til Frakklands. Sumir eru orðnir matarlausir og vatnslausir enda hefur siglingin tekið miklu lengri tíma en reiknað var með.


Fréttaritarinn fyrrnefndi, Pierre Cholle, er dæmigerður Paimpolbúi, sem hýsir okkur heima hjá sér á yndislegu heimili, rétt fyrir utan Paimpol, með stórkostlegu útsýni yfir Lezardeux-fjörðinn. Veðrið er auðvitað yndislegt og íbúarnir líka. Elise, vinkona Pierre var með okkur í gærkvöldi í dæmigerðum frönskum kvöldverði. Sem samanstóð meðal annars af frábærum ostum og besta hvítvíni sem við höfum bragðað.

Í dag er Íslands-hátíð í Paimpol sem við munum kíkja á þegar hún hefst um þrjúleitið og stendur fram eftir degi. Myndir í kvöld…


{moscomment}

Share this Post