Genaker á sniðugri rúllu

/ september 6, 2006

Jón Ketilsson, skútukarl í Slóveníu og vinur okkar Brokeyinga, er að spá í að fá sér genaker á rúllu. Þetta er ansi sniðugur búnaður og einfaldur. Hann hefur sést á VOR-bátunum, en er nú kominn á marga minni (og ekki svo mikið minni) báta. Þeirra á meðal má nefna…


… Elan 333, Beneteau Oceanis 473, Murphy 26, Jeanneau 42 DS, Archambault 35 og 40, Shipman 50 og verður á nýju Elan Impression 514. Jón er að fá sér svona á sinn Elan 40. Búnaðurinn sem hann fær er Rollgen frá Victory Sails. Búnaðurinn er mjög léttur og einfalt er að skipta um segl því það er ekkert stag, bara binda í seglið og hífa. Hægt er að nota þetta á flest asymmetrísk segl án þess að þurfi að breyta þeim og þetta á ekki að koma niður á vinnslu seglanna.


Nánar má lesa um þennan búnað hér


Hér eru nokkrar myndir af þessum búnaði á Shipman 50 og Archambault 35.


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{mosimage}


{moscomment}

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>