Góðir gestir heimsóttu Brokey

/ nóvember 13, 2014

Iceland Oct 16 to 20 2014 051

Nokkrir meðlimir Royal Nova Scotia Yacht Squadron frá Kanada komu í Lokabrok félagsins 18. október sl. en um 18 félagar klúbbsins komu til Íslands til að skoða og kynna sér land og þjóð. Hluti hópsins kom í heimsókn til okkar en stór hluti var á ferðalagi um suðurlandið þegar Lokabrokið var haldið og komst því ekki. Mjög mikil ánægja var með heimsókn hópsins til landsins, en þetta var fyrsta ferð næstum allra í hópnum til landsins. Greg Cameron var í forsvari fyrir hópinn en hann átti hugmyndina að ferðinni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir heimsókn til okkar. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þeir gáfu okkur klúbbfánann sinn.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>